Segir Drífu ósanngjarna og óheiðarlega

Ragnar Þór er formaður VR.
Ragnar Þór er formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög ósann­gjarnt og óheiðarlegt af Drífu að setja þetta upp með þess­um hætti,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR.

Vís­ar hann þar til grein­ar sem Drífa Snæ­dal, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), skrifaði og birt­ist á Vís­ir.is í dag. Þar seg­ist Drífa ekki hafa geta setið leng­ur þegj­andi hjá á meðan Ragn­ar málaði ASÍ upp með nei­kvæðum hætti og vilji svara nokkr­um mál­um.

Eitt mál­anna varðar til­lög­ur sem sett­ar voru fram til að reyna að koma til móts við at­vinnu­rek­end­ur í upp­hafi Covid-far­ald­urs­ins. Sagði Drífa Ragn­ar hafa viljað draga tíma­bundið úr mót­fram­lagi at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð til að létta fyr­ir­ækj­um róður­inn. Það hefði hins veg­ar ekki komið til greina og hafi Ragn­ar því rokið á dyr.

Dap­ur­legt að skauta fram­hjá skil­yrðunum

Ragn­ar seg­ir það hins veg­ar óheiðarlegt af Drífu að skauta fram­hjá þeim skil­yrðum sem hann vildi setja. Sjálf hafi hún viljað frysta launa­hækk­an­ir.

„Hún dreg­ur þarna fram ein­hverja þætti sem snúa að til­lögu okk­ar um lækk­un á mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði þegar Covid-far­ald­ur­inn var að byrja. Það sting­ur svo­lítið í stúf vegna þess að hún hafði sjálf lagt til að frysta launa­hækk­an­ir. Sem við tók­um ekki í mál að gera, en lögðum hins veg­ar til að það væri betra að fara þá leið að lækka mót­fram­lag at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð tíma­bundið gegn mjög stíf­um skil­yrðum. Hún virðist al­veg skauta fram­hjá því.“

Skil­yrðin voru þau, að sögn Ragn­ars, að sett yrði þak á vísi­tölu verðtryggðra lána og húsa­leigu og sömu­leiðis að farið yrði í fryst­ingu á verðlags­hækk­un­um.

„Þrátt fyr­ir að við vit­um í dag að mörg fyr­ir­tæki hefðu ekki þurft á þess­ari eft­ir­gjöf að halda þá hefðu skil­yrðin ein og sér sem við sett­um fyr­ir þess­ari leið alltaf komið launa­fólki til mik­illa góða. Rétt­indatapið sem hefði orðið í líf­eyr­is­sjóðunum hjá fólki á meðallaun­um hefði verið í ein­hverj­um hundraðköll­um,“ seg­ir Ragn­ar.

„Mér finnst dap­ur­legt að hún skauti fram­hjá þess­um atriðum og tal­ar eins og við höf­um viljað ráðast á sam­trygg­ing­ar­hluta líf­eyr­is­sjóðanna og lækka þetta mót­fram­lag án nokk­urra skil­yrða,“ bæt­ir hann við.

Veg­ur harka­lega að samn­inga­nefnd VR

Ragn­ar seg­ir Drífu þarna vega hark­lega að samn­inga­nefnd VR og til­efni sé að boða stjórn VR sam­an til að fara yfir málið. Hann hef­ur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að svara Drífu form­lega.

„Þetta er alla­vega til­efni til þess að boða stjórn VR sam­an vegna þess að þarna er vegið mjög harka­lega að stjórn­ar­samn­inga­nefnd VR. Hún ger­ir það og við erum máluð upp sem eins og ein­hverj­ir aum­ingj­ar sem hafi viljað gefa eft­ir líf­eyr­is­rétt­indi til at­vinnu­lífs­ins. Að setja þetta þannig upp er ofboðslega óheiðarlegt af Drífu,“ seg­ir Ragn­ar og tek­ur fram að það sé ekki bara óheiðarlagt gagn­vart hon­um held­ur einnig gagn­vart VR og samn­inga­nefnd fé­lags­ins, enda hafi þetta verið svar við henn­ar til­lögu um að frysta launa­hækk­an­ir.

Seg­ir Drífu mis­beita valdi sínu

Þá sagði Drífa að Ragn­ar talaði iðulega á þann veg að segði hann eitt­hvað í krafti embætt­is síns sem formaður stærsta aðild­ar­fé­lags­ins ætti það ein­fald­lega að gilda. „Hann hef­ur kallað eft­ir ein­földu meiri­hlutaræði og farið fram á at­kvæðagreiðslur um til­lög­ur sem fólk hef­ur hrein­lega ekki upp­lýs­ing­ar til að taka ákv­arðanir um. Hann hef­ur viljað af­greiða er­indi til miðstjórn­ar með ólík­um hætti eft­ir því frá hverj­um þau koma og kenn­ir lýðræðis­skorti um þegar hann fær ekki sínu fram,“ sagði Drífa meðal ann­ars í grein­inni.

Ragn­ar seg­ist vissu­lega ekki haf­inn yfir gagn­rýni en hann hafi upp­lifað að hug­mynd­ir sem Drífu þókn­ist ekki sé ein­fald­lega ýtt út af borðinu.

„Það sem ég upp­lifði er að ég kem með til­lög­ur og þær eru ekki einu sinni tekn­ar til af­greiðslu og það er mis­beit­ing á valdi þegar þú færð ekki einu sinni til­lög­urn­ar þínar til lýðræðis­legr­ar af­greiðslu og umræðu á vett­vangi Alþýðusam­bands­ins, þá er fokið í flest skjól. Ég get al­veg sætt mig að verða und­ir í at­kvæðagreiðslu séu hún gerð með lýðræðis­leg­um hætti,“ seg­ir Ragn­ar.

„Ef henni þókn­ast ekki hug­mynd­ir sem henni koma frá okk­ur þá er þeim bara ýtt út af borðinu og fá ekki lýðræðis­lega af­greiðslu og það er stór­kost­legt vanda­mál þarna inni,“ bæt­ir hann við.

Óánægj­an komi ekki bara frá Ragn­ari

Ragn­ar seg­ir stöðuna inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar mjög dap­ur­lega, en átök­in séu auðvitað ekki ný af nál­inni. Hreyf­ing­in hafi til að mynda verið klof­in í herðar niður í síðustu kjara­samn­ing­um.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins séu því vel meðvituð um ágrein­ing­inn og spenn­una inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. „Það ætti að vera hlut­verk for­set­ans að skapa þessa víðtæku sam­eig­in­legu sátt inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar í gegn­um Alþýðusam­bandið. Það hef­ur bara mistek­ist.“

Þessa miklu óánægju megi rekja til þess að for­set­inn hluti ekki á fé­lög­in. Af því hafi skap­ast mikl­ir sam­starfs­örðug­leik­ar. Iðnaðarmanna­sam­fé­lagið hafi nán­ast lýst yfir mót­fram­boði gegn Drífu, en Kristján Þórður Snæ­björns­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins, hafi staðfest að skorað hefði verið á hann að sækj­ast eft­ir embætti for­seta í haust.

„Það gef­ur fullt til­efni til að álykta sem svo að iðnaðar­menn ætli sér að bjóða fram gegn sitj­andi for­seta á næsta þingi. Þannig þessi óánægja kem­ur ekki bara frá mér,“ seg­ir Ragn­ar og vís­ar einnig til þess að mik­ill ágrein­ing­ur sé á milli Drífu og Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, kjör­ins for­manns Efl­ing­ar. „Svo eru fjöl­mörg önn­ur fé­lög sem hafa lýst yfir óánægju. Eins og til dæm­is Húsa­vík, Grinda­vík, Akra­nes og síðast málmiðnar­menn fyr­ir norðan. Þetta virðist eins og staðan er í dag komið á ein­hverja enda­stöð gagn­vart sitj­andi for­seta.“

Dett­ur eng­inn í hug sem gæti greitt úr ágrein­ingi

Ragn­ar studdi Drífu til for­seta ASÍ á sín­um tíma og seg­ist hann hafa haft mikl­ar vænt­ing­ar til henn­ar, líkt og marg­ir aðrir. Sér­stak­lega vænt­ing­ar til þess að það næðist sátt inn­an sam­bands­ins.

Hann seg­ist ekki hafa svarið við því hvernig megi leysa þau átök sem séu að eiga sér stað inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. Þetta snú­ist ekki hann eða Drífu eða ein­hvern ann­an, held­ur hvort það sé ein­hver sem geti lagað ástandið inn­an ASÍ og greitt úr ágrein­ingi þeirra fylk­inga sem tak­ast þar á.

„Ég sé ekki fyr­ir mér að það sé nóg að breyta ein­hverj­um for­ystu­hlut­verk­um inn­an ASÍ til að það fún­keri eins og maður vill. Það þarf að fara í mun dýpri skoðun og sam­tal en orðið hef­ur. Ég sé ekki fyr­ir mér að nú­ver­andi for­seti geti leitt þá vinnu. Hver gæti gert það, ég hef ekki hug­mynd um það, mér dett­ur eng­inn í hug.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert