Segist hafa fengið milljón frá Róberti eftir innbrotið

Kristjón segist hafa fengið greitt frá Róberti fyrir að nálgast …
Kristjón segist hafa fengið greitt frá Róberti fyrir að nálgast lykilorð inn á vef Mannlífs. Ljósmynd/Aðsend

Kristjón Kor­mák­ur Guðjóns­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri 24.is, seg­ist hafa fengið eina millj­ón króna frá Ró­berti Wessman morg­un­inn eft­ir að hann braust inn á skrif­stofu Mann­lífs og eyddi efni út af vefn­um. Hann hafði áður játað á sig inn­brot á skrif­stofu Mann­lífs í viðtali við Reyni Trausta­son rit­stjóra miðils­ins.

Þetta kem­ur fram á Mann­líf.is þar sem Kristjón rek­ur aðdrag­anda inn­brots­ins og eft­ir­mála.

Kristjón starfaði fyr­ir Ró­bert á þess­um tíma sem ein­hvers kon­ar ráðgjafi og seg­ist hafa spurt hann skömmu fyr­ir inn­brotið hvort hann gæti fengið að allt millj­ón til að greiða manni, sem byggi yfir tölvukunn­áttu, til að ná not­end­a­nafni og lyk­il­orði til að kom­ast inná vef Mann­lífs. Kristjón seg­ir Ró­bert hafa gefið já­kvætt svar við því.

Ró­bert hef­ur áður sagt að hann teng­ist ekki inn­brot­inu á Mann­líf á nokk­urn hátt og fagnaði játn­ingu Kristjóns í mál­inu.

Seg­ir Ró­bert hafa verið hissa og spennt­an 

Morg­un­inn eft­ir inn­brotið seg­ist Kristjón hafa talað við Ró­bert í síma og greint hon­um frá því að hann hefði tölvu Reyn­is Trausta­son­ar, rit­stjóra Mann­lífs, und­ir hönd­um, án þess þó að fara í saum­ana at­b­urðarás­inni. Kristjón seg­ir Ró­bert hafa verið hissa og spennt­an.

Kristjón seg­ist hafa beðið um greiðslu og fengið 500 þúsund krón­ur lagðar inn á reikn­ing fyr­ir­tæk­is­ins, 24.is. Hann ít­rek­ar að Ró­bert hafi ekki vitað þá hvaða aðferðum hann beitti til að kom­ast yfir tölv­una. Af­rit af milli­færsl­unni fylg­ir með grein­inni á vef Mann­lífs. Þar kem­ur fram að Lög­saga lög­manns­stofa hafi milli­fært eina millj­ón króna í tveim­ur færsl­um inn á 24 miðla ehf. þann 21. janú­ar síðastliðinn.

Fékk pen­ing fyr­ir nýj­um sím­um

Síðar sama morg­un hafi þeir aft­ur talað sam­an í síma en þá hafi Ró­bert verið bú­inn að kom­ast að því að Kristjón braust inn á skrif­stofu Mann­lífs og benti hon­um á að hann hefði framið lög­brot. Sjálf­ur hefði hann aldrei samþykkt þetta.

Kristjón seg­ist þá hafa sann­fært Ró­bert um að hann þyrfti ekki að hafa áhyggj­ur, enda hefði hann ekki gert neitt rangt eða komið að inn­brot­inu með nein­um hætti. Þetta hefði ein­fald­lega verið hefnd Kristjóns gegn Reyni.

Kristjón seg­ist hafa sagt Ró­berti að úti­lokað væri að finna út hver fjar­lægði efnið af vef Mann­lífs en spurði hvort hann gæti fengið pen­ing fyr­ir nýj­um sím­um sem yf­ir­völd gætu mögu­lega staðsett og rakið til hans. Seg­ir hann það hafa verið samþykkt og hann hafi fengið 500 þúsund krón­ur lagðar á sinn reikn­ing. 

Ekki náðist í Kristjón Kor­mák þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka