Handtekinn grunaður um þjófnað úr skartgripaverslun

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðili var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, rétt eftir klukkan þrjú í dag, grunaður um þjófnað úr skartgripaverslun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um hálfsex í morgun var ökumaður stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur grunaður um akstur undir áhrifum. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum. Segir í dagbókinni að ökumaðurinn hafi neitað að segja til nafns eða framvísa skilríkjum og auk þess hafi hann ekki hlýtt öðrum fyrirmælum lögreglu. Ökumaðurinn var handtekinn og gisti í fangageymslu.

Annar aðili var handtekinn í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan tvö í dag grunaður um ölvun við akstur. Sá var laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tveir aðilar voru handteknir í dag fyrir líkamsárás. Annar á hádegi í hverfi 107 en hinn rétt fyrir klukkan fimm í hverfi 108.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert