Guðni vill ekki tjá sig um orð Ólafs

Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson.
Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson. Samsett mynd

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, vildi ekki tjá sig um þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, að stækkun NATO hefði leitt til styrjaldar, í samtali við mbl.is á Bessastöðum í morgun.

Ummæli Ólafs Ragnars um innrás Rússa í Úkraínu og svo Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa vakið athygli eftir að þau féllu í viðtali í Silfri ríkissjónvarpsins á sunnudag.

Þvinganir engum árangri skilað

Ólaf­ur gagn­rýndi þar Evr­ópu­sam­bandið og Atlants­hafs­banda­lagið fyr­ir að hafa gefið úkraínsku þjóðinni fyr­ir­heit um aðild að sam­bönd­un­um sem ráðamenn í Evr­ópu ætluðu sér síðan ekki að efna.

„Kannski ætt­um við að líta á nýj­an hátt á þess­ar kenn­ing­ar sem urðu ekki ofan á, því sú lína sem varð ofan á var; stækk­um NATO, tök­um fleiri lönd inn og niðurstaðan af því er þetta hræðilega stríð,“ sagði Ólafur meðal annars.

Eg­ill Helga­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, spurði þá:

„Mynd­irðu segja bein­lín­is, að það að þessi lönd gengu í NATO, sé bein­lín­is ástæðan fyr­ir stríðinu?“

„Nei, ég er ekki að segja að það sé ástæðan, en við verðum að hafa, um leið og við gagn­rýn­um Rússa mis­kunn­ar­laust fyr­ir þessa styrj­öld og hvernig er farið er með fólkið, þá verðum við líka að hafa in­tell­ekt, heiðarleika og kjark til þess að horf­ast í augu við það að, til dæm­is viðskiptaþving­an­irn­ar sem við sett­um á eft­ir Krímskag­ann, þær hafa eng­um ár­angri skilað,“ svaraði Ólaf­ur og bætti við:

„Það að stækka NATO og stækka NATO hef­ur leitt til mestu styrj­ald­ar í Evr­ópu, það hef­ur alla vega ekki komið í veg fyr­ir það, og svo höf­um við talið okk­ur sjálf trú um það að Rúss­land væri svo veikt efna­hags­lega.“

Guðni hefur sjálfur áður fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og sagt meðal annars:

„Sjálf­stæði og full­veldi ríkja má ekki skerðast við það að þau eigi landa­mæri að hernaðar­veldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert