Biðst afsökunar ef Rússar hætta árásum

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, segist geta beðist afsökunar á ummælum sínum um rússnesk stjórnvöld ef Rússar hætti árásum á Úkraínu og viðurkenni ábyrgð sína á voðaverkum þar.

Þetta segir ráðherra í samtali við mbl.is en rússneska sendiráðið hér á landi kvaðst vilja afsökunarbeiðni frá Sigurði Inga vegna ummæla hans.

Ýmislegt sem Pútín þurfi að biðjast afsökunar á

„Von­andi verður stríðið ekki langt, er búið að vera of langt nú þegar, von­andi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og von­andi næst að stöðva þessi ill­virki. Von­andi ber rúss­nesku þjóðinni gæfa til að losa sig við ill­menni úr Kreml sem eru yfir stjórn þessa merki­lega lands sem Rúss­land er,“ sagði Sig­urður Ingi í ræðu sinni.

Sigurður Ingi segist ekki vita til þess að formleg beiðni um afsökun hafi komið frá rússneskum yfirvöldum. Enn fremur sé ýmislegt sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti þurfi að biðjast afsökunar á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka