Vilhjálmur kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins

Vilhjálmur Birgisson ásamt Aðalsteini Baldurssyni, formanni Framsýnar, og Sólveigu Önnu …
Vilhjálmur Birgisson ásamt Aðalsteini Baldurssyni, formanni Framsýnar, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, hef­ur verið kjör­inn formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands. Kosn­ing­in fór fram á þingi sam­bands­ins á Ak­ur­eyri í morg­un. 

Vil­hjálm­ur atti kappi við Þór­ar­in G. Sverris­son, formann Öld­unn­ar stétt­ar­fé­lags.

Í ræðu sinni að loknu kjör­inu talaði Vil­hjálm­ur um mik­il­vægi þess að mynda sterkra og öfl­uga heild og þakkaði hann jafn­framt kær­lega fyr­ir sig, þar á meðal fjöl­skyldu sinni fyr­ir að styðja við bakið á sér.

Vann með 10 at­kvæða mun

Alls greiddu 130 þing­full­trú­ar at­kvæði af 135, sem er 93% kjör­sókn, og hlaut Vil­hjálm­ur 70 at­kvæði en Þór­ar­inn 60.

Flosi Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri SGS, seg­ist aðspurður lít­ast frá­bær­lega á nýja for­mann­inn. „Hann hélt hér kraft­mikla ræðu um kom­andi kjara­samn­inga og hvernig við ætl­um að ganga sam­einuð til þeirra verka sem fyr­ir okk­ur liggja,“ seg­ir Flosi.

Frá kosningunni í morgun.
Frá kosn­ing­unni í morg­un. mbl.is/​Mar­grét Þóra Þórs­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka