Vill láta banna píp-próf í grunnskólum

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dæmi eru um að börn hafi ofreynt sig í ákafa um að reyna að standa sig vel á svokölluðum píp-prófum í íþróttakennslu í grunnskólum. Mörg börn upplifa vanlíðan og kvíða fyrir umræddum prófum og á meðan á þeim stendur. Þá upplifa mörg börn það sem niðurlægingu þegar þau detta út úr píp-prófunum í viðurvist skólafélaga sinna.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Kveðst umboðsmaður hafa fengið fjölmargar ábendingar og fyrirspurnir á síðustu árum er varða þessi próf og fer þess á leit við ráðherra að hætt verði að framkvæma þau í grunnskólum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert