Langanesbyggð og Svalbarðshreppur sameinast

Þórshöfn. „Það verður aukafundur í báðum sveitarfélögunum á þriðjudaginn til …
Þórshöfn. „Það verður aukafundur í báðum sveitarfélögunum á þriðjudaginn til að fara yfir úrslitin,“ segir Líney um framhaldið. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt með yfir tveimur þriðju greiddra atkvæða í báðum sveitafélögunum í kosningum sem haldnar voru í dag.

Þetta staðfestir Líney Sigurðardóttir, sem situr í kjörstjórn Langanesbyggðar, í samtali við mbl.is.

Þar var sameining samþykkt með 73% greiddra atkvæða. Kjörsókn var 59% og auðir seðlar þrír.

Aukafundur á þriðjudag

Þegar hafði Svalbarðshreppur greint frá því á vef sínum að sameining þar í byggð hefði verið samþykkt með 67% greiddra atkvæða.

„Það verður aukafundur í báðum sveitarfélögunum á þriðjudaginn til að fara yfir úrslitin,“ segir Líney um framhaldið.

Síðan taki við nefnd sem vinnur að útfærslu sameiningarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert