Ekki tekið ákvörðun um áframhaldandi formennsku

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í október, en enginn hefur enn sem komið er tilkynnt um framboð til formennsku. 

„Veistu ég hef nú bara ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, þegar hún var spurð hvort hún yrði í fram­boði til for­manns í nýjum þætti Dagmála. 

Logi Einarsson, núverandi formaður Samfylkingarinnar, segist aðspurður ekki heldur hafa tekið ákvörðun um hvort að hann sækist eftir áframhaldandi formennsku, þegar mbl.is hafði samband.

Þá kvaðst hann ekki vilja tjá sig frekar um komandi formannskjör að sinni.

Logi Ein­ars­son er sá formaður flokks­ins, sem lengst hef­ur setið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert