Bankinn tók 70% af arðinum

Í heild fékk dóttir hans aðeins um 73 krónur greiddar …
Í heild fékk dóttir hans aðeins um 73 krónur greiddar af alls 735 króna arði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöl­skyldufaðir­inn Þór­ar­inn Friðriks­son rak upp stór augu þegar hann sá að um 90% af arðgreiðslu til dótt­ur hans hefðu horfið í skatta og gjöld. Þar af hirti Íslands­banki 500 krón­ur eða um 70% arðsins. Í heild fékk dótt­ir hans aðeins um 73 krón­ur greidd­ar af alls 735 króna arði.

„Mér fannst þetta aðallega hálfspaugi­legt, en jú, auðvitað var þetta pínu súrt,“ seg­ir Þór­ar­inn. „Ég geri mér grein fyr­ir því að einka­fyr­ir­tæki þurfa að fá greitt fyr­ir veitta þjón­ustu. En auðvitað var þetta 90% af arðinum henn­ar.“

Aðspurður seg­ir Þór­ar­inn að bank­arn­ir stundi í raun hálf­gert okur, þar sem þeir taki einnig um­sýslu­gjald og ýms­ar aðrar þókn­an­ir þegar fjár­fest­ing­ar fólks eru ann­ars veg­ar.

„Þess­ir krakk­ar eru að kaupa bréf og reyna að stimpla sig inn á markaðinn. Læra inn á þetta og svo þegar þau sjá þetta, þá er það pínu högg.“

Þór­ar­inn seg­ir að há gjöld séu til þess fall­in að draga úr vilja unga fólks­ins til fjár­fest­inga, ekki síst þegar um er að ræða lág­ar fjár­hæðir.

„Þetta er auðvitað stór hluti af fjár­fest­ing­unni sem slíkri þegar þetta eru svona lág­ar upp­hæðir.“

Spurður hvort þetta geti ef til vill ýtt ungu fólki út í áhættu­sam­ari fjár­fest­ing­ar seg­ir Þór­ar­inn að það gæti vel verið.

„Mér finnst nú unga fólkið oft til­tölu­lega áhættu­sækið,“ seg­ir hann og nefn­ir sem dæmi þekkt­an áhuga ungu kyn­slóðar­inn­ar á raf­mynt­um.

Ef verðskrá Íslands­banka er skoðuð má sjá að lág­marksþókn­un fyr­ir kaup og sölu á ís­lensk­um hluta­bréf­um er 3.500 krón­ur. Þar á ofan bæt­ist af­greiðslu­gjald upp á 500 krón­ur. Ung­ur fjár­fest­ir sem ákveður sem dæmi að kaupa í Íslands­banka fyr­ir 100 þúsund krón­ur tap­ar um leið fjög­ur þúsund krón­um eða heil­um 4% af fjár­fest­ing­unni. Við sölu þarf hann svo að borga að minnsta kosti aðrar fjög­ur þúsund krón­ur, miðað við verðskrá bank­ans. Loks er ár­lega inn­heimt um­sýsluþókn­un, að lág­marki 3.200 krón­ur. log­is@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert