Tekist á um dælubíl í Vaðlaheiðargöngum

Dælubíll inni í Vaðlaheiðagöngum.
Dælubíll inni í Vaðlaheiðagöngum. Ljósmynd/Aðsend

Dælubíll, sem er lagt í útskot Vaðlaheiðarganga sem gerð eru til að snúa megi bílum við í neyð, brýtur gegn almennum öryggisreglum í veggöngum.

Þetta segir Ólafur Kristinn Guðmundsson umferðarsérfræðingur.

„Í mínum huga er þetta algjörlega út í hött, að það sé nokkur skapaður hlutur í snúningssvæðum jarðganga, þetta er ekki gert Hvalfjarðargöngum,“ segir Ólafur.

„Þetta er hvergi leyft, þetta er snúningsrými sem er neyðarrými alveg eins og það er bannað að leggja fyrir framan brunahana þó það sé enginn eldur.“

Ekki öryggisógn

Hann bætir því við að öryggiskerfi Hvalfjarðaganga myndi fara í gang ef lagt væri í snúningssvæði og furðar sig á því að slíkt hið sama sé ekki í Vaðlaheiðargöngum.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, gefur lítið fyrir það að dælubíllinn sé öryggisógn þar sem honum er lagt úti í kanti í tvöföldu snúningssvæði.

„Þetta er ekki ógn við neitt öryggi því hann er ekki í umferð,“ segir Valgeir og bætir því við að á síðustu dögum hafi verktaki verið að þrífa göngin og lagt bílnum þarna yfir nótt. Bíllinn má ekki vera úti í frostinu þar sem þá skemmist hann.

Valgeir segir þetta vera tímabundna lausn hjá verktakanum.

„Ekkert sem bannar þetta“

„Það er ekkert sem bannar þetta, við ætlumst auðvitað ekki til að einhver komi með húsbíl og geymi hann yfir veturinn inni í göngum. Það er allt annað ef það eru einhverjir starfsmenn á okkar vegum sem við vitum að eru að vinna og eru kannski að geyma bíl yfir nóttina eða eitthvað slíkt.

Við erum líka með kerrur inni í göngum og við erum með vinnutæki sem við sjálfir eigum sem við geymum inni í göngum. Þetta er ekkert óeðlilegt þannig séð,“ segir Valgeir ennfremur.

Ólafur er ekki á sammála mati Valgeirs. „Hann er framkvæmdaraðilinn, hann á ekki að leggja mat á það. Er hann búinn að bera þetta undir Vegagerðina og fá samþykki hjá Vegagerðinni sem er umsjónaraðilinn á vegi 1? Þetta er vegur 1 og Vaðlaheiðargöng starfa í umboði Vegagerðarinnar,“ segir Ólafur.

„Ég veit hvergi til þess í heiminum að þetta sé leyft.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert