Föst í lyftu yfir nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Skógarhlíð. Slökkviliðsmyndir
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Skógarhlíð. Slökkviliðsmyndir mbl.is/Eggert

Í nótt átti sá óheppilegi atburður sér stað að tveir einstaklingar festust í lyftu í íbúðablokk í Kópavogi. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu nú í morgun.  

Í samtali við mbl.is segir Ásdís Gíslason, upplýsingafulltrúi slökkviliðsins, að um tvo einstaklinga hafi verið að ræða sem fóru í lyftuna í gærkvöldi, en lyftan hafi stöðvast. Hvorugur þeirra hafði  hleðslu á símanum sínum og þá hafi öryggisbjalla lyftunnar ekki virkað. Því hafi þau þurft að dúsa í lyftunni í nótt og vonast til þess að aðrir íbúar blokkarinnar myndu þurfa að nota lyftuna eða taka eftir biluninni.

Í morgun hafi aðrir íbúar svo uppgötvað að lyftan bilaði um nóttina og því hafi slökkviliðið verið kallað á vettvang. Eflaust hefur það komið öðrum íbúum hússins á óvart að í lyftunni hafi verið einstaklingar þegar lyftan var komin í lag. Segir Ásdís að þeir sem í lyftunni voru hafi orðið frelsinu fegin og hafi gengið heil og hraust úr lyftunni. Ekki hafi verið um börn eða aldraða einstaklinga að ræða.

Kópavogur Kópavogsbær
Kópavogur Kópavogsbær mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert