Óskadreifing á eignarhaldi bankans

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Óttar

Banka­sýsl­an hefði mátt vinna bet­ur að kynn­ingu á verklag­inu við sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka, að mati Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra. Þá tel­ur hann að end­an­leg út­hlut­un sé í ágæt­is sam­ræmi við það sem lagt var upp með.

„Ég sé hins veg­ar á viðbrögðunum að þetta kem­ur mörg­um á óvart.“

Umræða um það að í útboðinu hafi hlut­ur farið til „óæski­legra aðila sem séu komn­ir til að taka völd­in“ stand­ist ekki skoðun enda sé eign­ar­hluti um­ræddra aðila ekki nema einn tvöhundrað og fimm­tug­asti af eign­ar­hluta rík­is­ins.

Kom­ast hjá markaðsrösk­un

Marg­ar leiðir hafa verið farn­ar í gegn­um tíðina við að losa um rík­is­eign­ir en þessi leið hef­ur ekki verið far­in áður. 

Sú aðferð að standa að útboði eft­ir lok­un markaða fyr­ir fag­fjár­festa, er engu að síður al­geng­asta leiðin eft­ir að fyr­ir­tæki hef­ur verið skráð á markað, að sögn Bjarna.

Með þessu hafi verið unnt að kom­ast hjá markaðsrösk­un enda þurfi að gæta hags­muna þeirra sem nú þegar hafa keypt hlut í bank­an­um.

Dreif­ing­in ná­kvæm­lega eins og við hefðum óskað

Bjarni seg­ir það hafa tek­ist frá­bær­lega að selja fyrstu hundrað millj­arðana í Íslands­banka á einu ári þannig að eign­ar­haldið sé dreift og eig­enda­hóp­ur fjöl­breytt­ur.

„Við erum með fimmtán þúsund hlut­hafa, af þeim eru ein­ung­is fjór­tán sem eru með meira en eitt pró­sent. Rík­is­sjóður á 42,5 pró­sent eft­ir. Við erum með al­menn­ing út af al­menna útboðinu og feng­um þá inn horn­steins­fjár­festa sem hafa haldið áfram.“

„Við fáum viðbótar­fjárfest­ingu núna frá líf­eyr­is­sjóðum og við höf­um fengið inn hæfa fjár­festa sem voru skert­ir mjög mikið síðast þannig að dreif­ing­in er ná­kvæm­lega eins og við hefðum helst óskað okk­ur. Að því leyt­inu til hef­ur þetta heppn­ast mjög vel og við höf­um fengið mjög gott verð“

Bjarni bend­ir á að þeir fjár­fest­ar sem keyptu fyr­ir lægri fjár­hæðir í bank­an­um, líkt og sætt hef­ur gagn­rýni en lægsta sal­an nam um millj­ón ís­lenskra króna, hafi óskað eft­ir því að fá keypt­an stærri hlut í bank­an­um en þurft að sæta skerðingu í hlut­falli við tak­markað fram­boð.

Skoðun sem Banka­sýsl­an hef­ur svarað með öðrum rök­um

Í gær birt­ust viðmiðin sem Banka­sýsl­an gaf út dag­inn sem útboðið fór fram og lögð voru fyr­ir fjár­málaráðherra.

Deilt hef­ur verið um hvort setja hefði átt inn­gönguþrösk­uld í útboðið. „Annað hvort að út­hluta engu til þeirra sem voru of litl­ir [ætluðu sér að kaupa smærri hluta] eða setja það sem fyr­ir­fram skil­yrði.“ Bjarni bend­ir á að hið síðar­nefnda hafi aldrei komið fram sem til­laga við þing­lega meðferð máls­ins. 

Banka­sýsl­an hafi unnið eft­ir al­menn­um viðmiðum þannig að all­ir stæðu jafnt að vígi sem upp­fylli skil­yrði fag­fjár­festa.

„Sum­ir eru á því að ýta hefði átt smærri fjár­fest­um út af borðinu og það er þá bara skoðun sem Banka­sýsl­an hef­ur svarað með öðrum rök­um.“

Þurf­um líka fjár­festa sem kaupa og selja

Það er slæmt, að hans mati, að vera ein­göngu með fjár­festa sem kaupa til þess að eiga í lang­an tíma. „Við þurf­um líka fjár­festa sem kaupa og selja til þess að viðhalda hreyf­ingu á markaði.“

Þá rifjar Bjarni það upp að Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi lýst yfir mikl­um áhyggj­um af því að bank­arn­ir færu all­ir í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóðanna, enda væri ekki æski­legt að sjóðirn­ir væru eig­end­ur fjár­mála­fyr­ir­tækja og ráðandi hlut­haf­ar í öll­um viðskipta­mönn­um bank­anna. 

Þetta tel­ur Bjarni vera grund­vall­ar­atriði sem ekki hef­ur kom­ist að í um­fjöll­un und­an­farna daga.

Sigríður Benediktsdóttir.
Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Út í hött að kalla þetta lög­leysu

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræðing­ur við Yale-há­skóla og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika­sviðs Seðlabanka Íslands, hef­ur haldið því fram að sölumeðferðin á hlut rík­is­ins í Íslands­banka hafi brotið í bága við  lög um sölumeðferð eign­ar­hluta í rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um

Bjarni tel­ur út í hött að kalla útboðið lög­leysu á þess­um for­send­um. Hann hef­ur óskað eft­ir út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar en kveðst ekki sjálf­ur hafa komið auga á neitt sem gefi vís­bend­ingu um annað en að útboðið hafi verið í sam­ræmi við mark­mið sitt og sett lög. 

Hefði óskað þess að faðir hans tæki ekki þátt

Það kom Bjarna á óvart að faðir hans væri meðal fjár­festa en að öðru leyti kom list­inn yfir fjár­festa, er tryggt höfðu sér hlut í bank­an­um eft­ir útboðið, ekki á óvart. 

„Ég hef verið í stjórn­mál­um í nítj­án ár og ég skil al­veg að grun­ur um hags­muna­tengsl og slíka hluti eru gríðarlega viðkvæm mál þannig að ég skil vel að spurt sé spurn­inga þegar svona kem­ur upp.“

Það eru þó til svör við þess­um spurn­ing­um að sögn Bjarna. „Þau liggja í því að ég er ekki að út­hluta í þessu útboði, það er búið að út­færa þetta í lög­um þannig að þess­ar ákv­arðanir eru all­ar tekn­ar í arms­lengd frá mér.“

Hann ját­ar þó að hann hefði óskað þess að faðir hans tæki ekki þátt í útboðinu. „Það hefði sparað mér nokkuð mörg sím­töl.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka