Fáir við ríkisstjórnarborðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Um helgina og fram á mánudag gengdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fimm ráðherraembættum í fjarveru annarra ráðherra. Algengt er að ráðherrar gegni embættum í fjarveru hvors annars en sjaldan sem ein og sama manneskjan sinnir fimm embættum samtímis. 

Nú þegar Dymbilvikan er gengin í garð og páskafrí á mörgum vinnustöðum líkt og í skólum landsins fór Alþingi í páskafrí á föstudaginn. Ákváðu margir þingmenn og ráðherrar að ferðast utan landsteinana eða skella sér út á land til að nýta fríið og hlaða batteríin.

Einhverjir ráðherrar allra flokka ríkisstjórnarinnar skelltu sér í frí um helgina eftir að þingið fór í sumarfrí og ef haldin hefði verið ríkisstjórnarfundur á mánudag hefði hann verið fámennur. 

Starfstitill Áslaugar hefur stundum verið talinn einn sá lengsti sem fyrirfinnst hér á landi, eða í það minnsta með þeim lengri, þar sem hún er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hinsvegar bættist við titil hennar um helgina þar sem hún er gegndi embætti fyrir fjármála- og efnahags, utanríkis-, og þróunarmála, umhverfis-, orku-, og auðlinda og dómsmálaráðherra til viðbótar við hennar daglega titil. Þó það hafi einungis verið tímabundið

Þetta stafar af því að Áslaug var eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ekki var erlendis í vinnuferð eða fríi og gegndi því öllum þeim málaflokkum sem féllu í skaut Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar í fjarveru ráðherranna. 

Í gær, þriðjudag, urðu þó einhverjar breytingar þar sem einhverjir ráðherrar komu til landsins eða aðrir taki við að gegna embættunum af Áslaugu og í dag fer hún því einungis með mál síns eigin ráðneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála, auk dómsmála sem hún þekkir vel til þar sem Jón Gunnarsson er erlendis.

Aðspurð hvort Áslaugu hygðist nýta tækifærið og láta til sín taka í þeim ráðuneytum sem hún sinnir ekki dags daglega svaraði Áslaug „Ég er nú bara að gegna fyrir þau í nokkra daga eins og gert er þegar ráðherrar eru erlendis til að tryggja að einhver fari með ábyrgð hérlendis á meðan ráðherra er erlendis. Slíkt er ekki til þess að breyta um stefnu eða taka stefnumarkandi ákvarðanir í fjarveru ráðherrans. Þó einhverjir fjölmiðlar reyni kannski slíkt“ segir Áslaug með léttum tón.

Aðspurð hvort hún hafi unnið á annarri skrifstofu þessa fáu daga sagði Áslaug ekki svo vera, hún hafi sinnt vinnunni frá sinni hefðbundnu starfstöð ef frá er talinn mánudagurinn þó sem að mestu var í Hvalfirði að fylgjast með heræfingunni Norður Víkingi í fjarveru utanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert