„Með sérstakari málum sem maður man eftir“

Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur er einnig að finna í Glaumbæ …
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur er einnig að finna í Glaumbæ í Skagafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regluþjón­ar fjar­lægðu í dag lista­verkið Far­ang­urs­heim­ild sem stóð fyr­ir utan Ný­l­ista­safnið í Mars­hall­hús­inu í Reykja­vík.

Hluti af verk­inu var brons­stytt­an Fyrsta hvíta móðirin í Am­er­íku eft­ir Ásmund Sveins­son sem sýn­ir Guðríði Þor­bjarn­ar­dótt­ur.

Greint var frá því á dög­un­um að styttu Ásmund­ar hefði verið stolið af stöpli á Laug­ar­brekku á Snæ­fellsnesi.

Stytt­an inni í rakettu

Jón Sig­urður Ólason, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, sagði í sam­tali við mbl.is að stytt­an hefði verið fjar­lægð að hans ósk og hafi verið flutt vest­ur á land í kjöl­farið.

„Þetta er með sér­stak­ari mál­um sem maður man eft­ir. Stytt­an er inni í ein­hverri rakettu og nú þarf að losa hana þaðan og meta hvort hún er skemmd. Hún fer því ekki al­veg strax á sinn stað aft­ur,“ sagði Jón Sig­urður yf­ir­lög­regluþjónn.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert