Óvenju margir hafa látist á árinu

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

760 einstaklingar létust á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Hagstofu Íslands en 1.110 börn komu í heiminn hérlendis. 

Fleiri hafa ekki látist á einum ársfjórðungi frá því að Hagstofa Íslands byrjaði að birta tölur um andlát eftir ársfjórðungum, segir í umfjöllun Hagstofunnar. 

Í lok fyrsta ársfjórðungs bjuggu 377.280 á Íslandi og fjölgaði landsmönnum um 1.280.

 Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert