„Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hart var tekist á um bankasöluna og lengingu þingfundar á Alþingi í dag.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi ríkistjórnina harðlega fyrir það að óska um lengingu þingfundar í kvöld þegar tveir af stjórnarflokkunum væru að halda stóra félagsfundi á sama tíma.

„Ég veit að það er hér fundur úti á Austurvelli á laugardag klukkan tvö þar sem enginn stjórnameðlimur mætir, þið getið kannski haft þá á þeim tíma,“ sagði Björn.

„Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl, eins og að það sé ekki hægt að hafa þingfund þegar það er félagsfundur í stjórnmálaflokki,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

„Það er held ég bara hjá Pírötum þar sem enginn mætir þegar þingmennirnir komast ekki, það er nefnilega öðruvísi hjá öðrum stjórnmálaflokkum,“ sagði Bjarni ennfremur. 

Sniðugi kallinn

Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, var ekki skemmt yfir svari Bjarna og sagði það skyldu þingmanna að mæta á þingfundi.

„Hæstvirtur fjármálaráðherra kemur upp sem sniðugi kallinn, það er gott að honum líður vel.“

„Annar stjórnarflokkurinn sem er búinn að boða félagsfund í kvöld boðar að allur þingflokkurinn mætir ásamt formanninum, sem ætlar að gera grein fyrir því hvernig stendur á því að hæstvirtur fjármálaráðherra seldi pabba sínum almanna eign á undirverði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert