„Erlendis þá hefði þetta aldrei tíðkast“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri …
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þátt­taka starfs­manna söluráðgjafa í útboði eins og var með hluta­bréf Íslands­banka hefði aldrei tíðkast er­lend­is og væri lit­in horn­auga. Hún var hins veg­ar í sam­ræmi við regl­ur Íslands­banka og hafði reglu­vörður yf­ir­farið þau viðskipti. Þetta sagði Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, á opn­um fundi fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is í morg­un.

Jón og Lár­us Blön­dal, stjórn­ar­formaður stofn­un­ar­inn­ar, sátu fyr­ir svör­um í ljósi gagn­rýni sem hef­ur komið fram um fram­kvæmd útboðsins, en þá var seld­ur 22,5% hlut­ur í bank­an­um fyr­ir um 52 millj­arða. Hef­ur meðal ann­ars verið gagn­rýnt að fjöldi minni til­boða hafi verið í útboðinu þótta að krafa hafi verið gerð um að ein­ung­is fag­fjár­fest­ar væru meðal þátt­tak­enda. Þá var einnig nokkuð spurt um þátt­töku föður Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra á fund­in­um sem og þátt­töku starfs­manna Íslands­banka, sem var ráðgjafi við útboðið.

„Ráðherra hef­ur valdið og við erum fram­kvæmdaaðil­inn“

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, spurði þá Jón og Lár­us á fund­in­um um hvernig heim­ild banka­sýsl­unn­ar fyr­ir söl­unni væri til­kom­in þar sem fjár­málaráðherra sækti sína heim­ild til fjár­laga og að hann ætti að taka ákvörðun um hvort til­boð væru samþykkt eða hafnað og skrifaði und­ir samn­inga fyr­ir hönd rík­is­ins. Vísaði hún til þess að þétt hefði verið fundað milli banka­sýsl­unn­ar bæði fyr­ir útboðið og á meðan á því stóð og spurði hún hvort þeir teldu að fjár­málaráðherra hefði fram­selt vald sitt í ferl­inu til stofn­un­ar­inn­ar eða hvort hún hefði tekið sér þetta vald varðandi að samþykkja til­boð.

Sagði Jón að það væri Banka­sýsl­unn­ar að sjá um frá­gang söl­unn­ar, en að ákvörðunin sé alltaf ráðherr­ans. Bætti hann við að bók­staf­lega mætti segja að laga­grein­ar sem nái til sölu rík­is­eigna geri ráð fyr­ir að selt sé til eins aðila en ekki í útboði þar sem þarf að taka ákvörðun um út­hlut­un. Sagði hann að útboðið hefði verið í sam­ræmi við at­huga­semd­ir í frum­varp­inu og at­huga­semd­ir eft­ir frumút­boðið í fyrra. Sagði hann að Banka­sýsl­an hefði óskað eft­ir heim­ild ráðherra til að selja ákveðinn hlut og heim­ild­ar til að ráðast í út­hlut­un­ina.

Þor­björg sagðist þá hafa spurt þess­ar­ar spurn­ing­ar vegna umræðu um arms­lengd­ar­sjón­ar­mið, því svo virt­ist stund­um vera sem rík­is­stjórn­in hefði hvergi komið nærri. Spurði hún því hvort þeir litu svo á að ráðherra hafi fram­selt þeim valdið eða þeir tekið það með ein­hverj­um hætti. „Við gerðum til­lögu til ráðherra. En ráðherra hef­ur valdið og við erum fram­kvæmdaaðil­inn,“ sagði Lár­us.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði þá Lárus og Jón …
Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, spurði þá Lár­us og Jón m.a. um hæfi, hags­muna­árekstra og gegn­sæi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Væri litið horn­auga er­lend­is

Spurði hún næst um gegn­sæi og hæfi og hvort þeir hefðu vitað eitt­hvað um að faðir Bjarna hefði tekið þátt í útboðinu. Einnig hvort þeir teldu að stofn­un­inni hefði borið að upp­lýsa Bjarna um það, í ljósi þess að sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um sé hann sett­ur í þá stöðu að taka af­stöðu til þess hvort beri að samþykkja eða hafna samn­ingi við aðila sem er hon­um tengd­ur. Sögðust þeir báðir ekki hafa vitað af því að faðir Bjarna væri meðal þátt­tak­enda. „Við viss­um ekki af því fyrr en list­inn var birt­ur. Þetta er hluta­fé­lag,“ sagði Lár­us.

Jón svaraði því jafn­framt til með hags­muna­árekstra að hann hefði spurt um þátt­töku starfs­manna Íslands­banka. „Við vor­um þarna við út­hlut­un­ina og ég spurði Íslands­banka, sá að það var nafn eins starfs­manns þarna og spurði hvað er þessi maður að gera á þess­um lista. Hann sagði að reglu­vörður væri bú­inn að samþykkja. Og ég sagði bara okei, ég get ekk­ert gert í því. En er­lend­is þá hefði þetta aldrei tíðkast. Að regl­ur væru með þeim hætti að þátt­taka starfs­manna í svona útboðum af hálfu söluráðgjafa hún væri lit­in horn­auga. Það eru mín per­sónu­legu sjón­ar­mið, en þetta var allt gert sam­kvæmt regl­um bank­ans.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert