Leyfi höfundar þarf að liggja fyrir

Mikil umræða hefur skapast um listaverkið Farangursheimild sem lögregla fjarlægði …
Mikil umræða hefur skapast um listaverkið Farangursheimild sem lögregla fjarlægði af stalli sínum fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík fyrir helgi.

„Þegar listaverki, eða eintaki af því, er skeytt saman við annað listaverk er það kallað í höfundarréttinum aðlaganir,“ segir Erla S. Árnadóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Lex og sérfræðingur á sviði hugverkaréttar, í samtali við Morgunblaðið.

Mikil umræða hefur skapast um listaverkið Farangursheimild sem lögregla fjarlægði af stalli sínum fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík fyrir helgi. Hluti af verkinu var bronsstyttan Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson sem stolið var frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi í byrjun mánaðarins. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglu sem hefur málið nú til meðferðar.

Fyrsta hvita móðirin í Ameríku var inni í Farangursheimild.
Fyrsta hvita móðirin í Ameríku var inni í Farangursheimild. mbl.is/Sigurður Bogi

Hæstaréttarlögmaðurinn Erla segir að aðlaganir séu samheiti um það þegar verndað verk er notað við gerð annars verks sem jafnframt hefur verið lögð sköpun í. Auk myndlistarverka geti það til að mynda átt við þegar gert er kvikmyndahandrit eftir skáldsögu og þegar bók er þýdd á annað tungumál. Í báðum tilvikum sé um að ræða aðlögun á frumverkinu.

Skiptar skoðanir eru á því hvort sæmdarréttur listamanna eigi við um verkið Farangursheimild. Óumdeilt er að styttu Ásmundar var stolið og listakonurnar tvær, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Bryndís Björnsdóttir, hafa sagt í viðtölum að réttlætanlegt hafi verið að taka styttuna af sínum stað á Snæfellsnesi enda sé verk Ásmundar rasískt. Titill þess einn og sér gefi til kynna að verkið byggist á kynþáttafordómum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka