Ríkisstjórnin myndi falla

Útlitið er svart fyrir ríkisstjórnina, miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Útlitið er svart fyrir ríkisstjórnina, miðað við niðurstöður könnunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in myndi falla ef gengið yrði til kosn­inga í dag, ef mark er tekið á nýrri könn­un sem Pró­sent fram­kvæmdi fyr­ir Frétta­blaðið. Í henni mæl­ast stjórn­ar­flokk­arn­ir sam­an­lagt með 39,9 pró­senta fylgju og fengju 26 menn kjörna á þing. Myndi rík­is­stjórn­ina því skorta sex þing­menn upp á að mynda rík­is­stjórn.

Sem stend­ur hef­ur rík­is­stjórn­in 38 manna meiri­hluta. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar mestu fylgi, sam­kvæmt könn­un­inni. Hann mæl­ist nú með 17,9% fylgi sem er litlu meira en Sam­fylk­ing­in mæl­ist með ann­ars veg­ar og Pírat­ar hins veg­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hlaut 24,4% at­kvæða í kosn­ing­un­um síðasta haust en fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pírata var þá und­ir 10 pró­sent­um. 

Þá hef­ur fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins dalað og er nú fimm pró­sent­um lægra en í kosn­ing­un­um eða 12,4 %. 

Vinstri græn tapa þriggja pró­senta fylgi og mæl­ast nú með 9,6 pró­senta fylgi.

Um 1750 manns svöruðu könn­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert