Stjórnvöld hafi misst tökin

Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa …
Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa áframhaldandi áhrif á hækkandi verðlag, segir í tilkynningu SGS. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu og telur hún stjórnvöld hafa misst tökin á húsnæðismarkaðnum sem hefur áhrif á hækkandi verðlag.

Þetta kemur fram í tilkynningu Starfsgreinasambandsins.

Verðbólga mælist nú 7,2% og fer áfram vaxandi og bitnar það hvað harðast á láglaunafólki, að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Húsaleiga og húsnæðisskuldir heimilanna í landinu hafa hækkað gríðarlega sem og matarverð. Afar mikilvægt er að stjórnvöld bregðist við með hagsmuni launafólks í huga. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að afleiðingar af breyttum ytri aðstæðum bitni ekki harðast á láglaunafólki í landinu og kjörum þess.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka