Söguleg MORFÍs-úrslit

Lið MR vann Morfís í ár.
Lið MR vann Morfís í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Úrslita­keppni MORFÍs, ræðukeppni fram­halds­skól­anna, lauk nú fyr­ir stundu, en þar mætt­ust Mennta­skól­inn í Reykja­vík og Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri. Keppn­in þótti sögu­leg, þar sem ein­ung­is munaði 15 stig­um á liðunum. 

Þetta var í fyrsta sinn sem þess­ir tveir mennta­skól­ar mætt­ust í úr­slit­um Morf­ís, en hún hef­ur verið hald­in á hverju ári frá ár­inu 1984. Úrslit­in fóru fram í Há­skóla­bíói og var fjöl­menni frá báðum skól­um í saln­um.

Rafn Ágúst Ragnarsson var ræðumaður kvöldsins, en hann sést hér …
Rafn Ágúst Ragn­ars­son var ræðumaður kvölds­ins, en hann sést hér í pontu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mennta­skól­inn í Reykja­vík bar sig­ur úr být­um, þrátt fyr­ir að hann fengi færri stig en Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri, þar sem þrír dóm­ar­ar af fimm töldu að MR hefði staðið sig bet­ur en MA í keppn­inni. 

Ræðumaður kvölds­ins var Rafn Ágúst Ragn­ars­son í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík. Fékk hann flest stig sem gef­in hafa verið í sögu keppn­inn­ar, en hann fylg­ir í fót­spor margra þjóðþekktra manna, sem hafa orðið ræðumenn kvölds­ins í úr­slit­um keppn­inna.  

MR-ingar eru hér vinstra megin í salnum, en lið Menntaskólans …
MR-ing­ar eru hér vinstra meg­in í saln­um, en lið Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri til hægri. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert