Opinn streymisfundur Landsvirkjunar vegna rafeldsneytismála hefst klukkan 14 í dag.
Þar munu sérfræðingar Landsvirkjunar fara yfir stöðu rafeldsneytismála og áform fyrirtækisins þegar kemur að orkuskiptum Íslands. Fram kemur í tilkynningu að vetni og rafeldsneyti munu leika lyklihlutverk ef Ísland ætlar að ná markmiðum sínum í orkuskiptum.
Á fundinum taka til máls þau Egill Tómasson nýsköpunarstjóri, Laufey Lilja Ágústsdótir viðskiptaþróunarstjóri og Sveinbjörn Finnsson viðskiptaþróunarstjóri.
Fylgjast má með fundinum hér fyrir neðan: