Beint streymi frá ávarpi Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, á Alþingi hefst klukkan 14. Þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, mun stýra þessari sérstöku athöfn. Þá mælir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tekur Selenskí til máls og að því loknu mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa hann.
Athöfnin sjálf er textuð á íslensku að hluta en ávarp Selenskís verður samtímatúlkað á íslensku. Athöfninni lýkur um kl. 14.20.
Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með streyminu: