Gagnrýndur fyrir „like“ og hættir ráðgjöf

Ríkisendurskoðandi hafði samband við Hersi 11. apríl og óskaði eftir …
Ríkisendurskoðandi hafði samband við Hersi 11. apríl og óskaði eftir því að hann yrði Ríkisendurskoðun til ráðgjafar við úttekt hennar á bankasölunni. Það gerði hann þangað til í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hers­ir Sig­ur­geirs­son, dós­ent í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands, hef­ur lokið aðkomu sinni að út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Hann ger­ir það eft­ir að rík­is­end­ur­skoðanda barst bréf frá Banka­sýsl­unni með ábend­ingu um að hann hafi sett „like“ á til­tekna færslu á Face­book er varðaði útboðið.

Hers­ir grein­ir frá mála­vöxtu á face­book-síðu sinni en bréfið frá Banka­sýsl­unni var alls þrjár síður, und­ir­ritað ra­f­rænt af for­stjóra henn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðandi hafði sam­band við Hersi 11. apríl og óskaði eft­ir því að hann yrði Rík­is­end­ur­skoðun til ráðgjaf­ar við út­tekt henn­ar á söl­unni. Það gerði hann þangað til í gær.

„Ég kann ekki við slíkt eft­ir­lit“

Þegar for­stjóri og starfs­menn Banka­sýsl­unn­ar eru farn­ir að verja tíma sín­um í að rekja ferðir mín­ar á sam­fé­lags­miðlum og til­kynna skrif­lega, ra­f­rænt und­ir­ritað, um “like” finnst mér þó ástæða til að staldra við. Ég kann ekki við slíkt eft­ir­lit. Það er al­var­legt þegar starfs­menn rík­is­stofn­un­ar telja eðli­legt að leggj­ast í rann­sókn á skoðunum ráðgjafa óháðra út­tekt­araðila og gera það á jafn hæpn­um og hug­læg­um for­send­um og hér birt­ast,“ skrif­ar Hers­ir.

Hann seg­ir ekki hægt að setja „like“ við þessi vinnu­brögð.

Ég sé ekki aðra skýr­ingu á bréfa­skrif­um Banka­sýsl­unn­ar en að hún telji sig geta notað þau til að kasta rýrð á út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar ef ein­hverj­ar niður­stöður henn­ar verða stofn­un­inni ekki að skapi. Það hugn­ast mér ekki og því ákvað ég í gær að ljúka aðkomu minni að út­tekt­inni,“ skrif­ar Hers­ir.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka