„Langar smá að þjóðnýta kirkjuna og síðan leggja allt niður sem tengist henni,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, í tísti í gærkvöldi. Síðar eyddi hún tístinu og baðst afsökunar á ummælunum.
Kjarninn greindi fyrst frá tístinu en í morgun sagði Líf í öðru tísti, „eyddi tísti sem var mjög illa tímasett ... biðst afsökunar á því.“
Ummæli Lífar tengjast gagnrýni séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, á áformum ríkisstjórnarinnar að vísa um 300 flóttamönnum úr landi.
Sagði Davíð að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna væru „sek eins og syndin“ og að það sé „sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur“.
Eyddi tísti sem var mjög illa tímasett ... biðst afsökunar á því.
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) May 27, 2022