Hlýtt loft og vindur af hafi veldur þokunni

Þokan séð frá Grafarvogi.
Þokan séð frá Grafarvogi. Ljósmynd/Sayeh Hanifpour

Þokan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu orsakast af hlýja loftinu sem hefur verið yfir landinu í dag.

„Þegar það kemur yfir sjóinn hérna fyrir utan, sem er talsvert kaldari, þá þéttist loftið og verður til þoka og núna í rauninni stendur vindur af hafi og þá kemur þetta yfir landið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Birgir bendir á að þokan liggi eiginlega bara við ströndina. „Um leið og maður er kominn eitthvað örlítið inn í landið þá er aftur orðið léttskýjað,“ segir Birgir og bendir á að vindurinn sé hægur svo þokan drífur ekki mjög langt.

Útlit er fyrir að þokan verði sambærileg í nótt en líklegt að dragi eitthvað úr henni á morgun en hún getur þó verið viðloðandi við ströndina.

„En þetta verður allavega ekki á þriðjudaginn,“ bætir Birgir við.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert