Maður gekk berserksgang við hótel í miðbæ Reykjavíkur í nótt, veittist að fólki og hafði að engu fyrirmæli um að sitja á strák sínum þegar lögreglu bar að garði.
Ekki var um annað er ræða en að handtaka manninn og leyfa honum að hugsa málið í fangageymslu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í atganginum olli hann skemmdum á lögreglubifreið.
Snemma í morgun var einnig tilkynnt um yfirstandandi innbrot í söluturn. Viðkomandi var horfinn af vettvangi þegar lögreglan mætti. Ekki er vitað hvort hann hafði verðmæti á brott með sér.