Ekki vanþörf á að grípa til ráðstafana

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég féllst á að koma með í þetta því það er ábyggilega ekki vanþörf á að skoða vel að grípa til einhverra ráðstafana,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, en hann hefur verið skipaður formaður spretthóps um alvarlega stöðu í matvælaframleiðslu.

Hópurinn á að skila Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra tillögum 13. júní.

„Verð á helstu aðföngum hefur hækkað gríðarlega í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og litlar líkur eru á að þær hækkanir gangi til baka á næstu mánuðum eða jafnvel misserum. Þessi þróun mun, að öllu óbreyttu, kippa stoðum undan rekstri bænda, m.a. flestra sauðfjár- og nautgripabúa. Þannig kunni framboð á innlendri vöru að dragast verulega saman næstu misseri með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi,“ segir í tilkynningu.

Reyna að reka smiðshöggið

Steingrímur segir verkefni hópsins aðallega vera að sauma tillögurnar saman. Búið sé að vinna heilmikla undirbúningsvinnu og ráðherra farið með málið í ríkisstjórn svo hópurinn byrji ekki á núlli. Hann fái heilmikil gögn í hendurnar og hópurinn ætli því að reyna að reka smiðshöggið á vinnuna.

Hópnum er falið að greina einstaka valkosti í stöðunni. Huga þarf sérstaklega að fæðuöryggi, verðlagi og hagsmunum neytenda og bænda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert