Nýr meirihluti í borgarstjórn var gagnrýndur harkalega af minnihlutanum á fyrsta fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Um hálftíma fyrir fundinn komu fimm tillögur frá meirihlutanum um breytingar á nefndaskipan en eftir gagnrýni minnihlutans var þremur af þessum tillögum frestað.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vakti fyrst athygli á þessu á fundi borgarstjórnar og baðst Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afsökunar á að hafa breytt dagskrá fundarins með svo skömmum fyrirvara.
Kjartan Magnússon, Sjálfstæðisflokki, sagði breytingar á breyttri nefndaskipan afrakstur „hrossakaupa“ meirihlutaviðræðna að undanförnu. Þá gagnrýndi hann hve fyrirvari breytinga á dagskrá og nefndaskipan var skammur, það væri ekki í takti við yfirlýsingar um betri samskipti meiri- og minnihluta. „Í dag fellur nýstofnaður meirihluti á fyrsta prófi hvað þetta varðar,“ sagði Kjartan.
Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu.