„Féll á fyrsta prófinu“

Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir fylgjast með Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur …
Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir fylgjast með Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur telja atkvæði um borgarstjóra, Dag B. Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr meiri­hluti í borg­ar­stjórn var gagn­rýnd­ur harka­lega af minni­hlut­an­um á fyrsta fundi í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í gær. Um hálf­tíma fyr­ir fund­inn komu fimm til­lög­ur frá meiri­hlut­an­um um breyt­ing­ar á nefnda­skip­an en eft­ir gagn­rýni minni­hlut­ans var þrem­ur af þess­um til­lög­um frestað.

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, vakti fyrst at­hygli á þessu á fundi borg­ar­stjórn­ar og baðst Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri af­sök­un­ar á að hafa breytt dag­skrá fund­ar­ins með svo skömm­um fyr­ir­vara.

Kjart­an Magnús­son, Sjálf­stæðis­flokki, sagði breyt­ing­ar á breyttri nefnda­skip­an afrakst­ur „hrossa­kaupa“ meiri­hlutaviðræðna að und­an­förnu. Þá gagn­rýndi hann hve fyr­ir­vari breyt­inga á dag­skrá og nefnda­skip­an var skamm­ur, það væri ekki í takti við yf­ir­lýs­ing­ar um betri sam­skipti meiri- og minni­hluta. „Í dag fell­ur ný­stofnaður meiri­hluti á fyrsta prófi hvað þetta varðar,“ sagði Kjart­an.

Nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert