Guðni stakk sér í ísfirskan sjó í morgun

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson skellti sér í sjósund fyrir …
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson skellti sér í sjósund fyrir vestan í morgun. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skellti sér í sjósund á Ísafirði í morgun ásamt fleiri sjósundsköppum á svæðinu. Forsetinn er nú í opinberri heimsókn á Ísafirði með Elizu Reid forsetafrú en heimsóknin hófst í gær og lýkur henni í dag. 

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Í dag er ýmislegt á dagskrá forsetahjónanna en þau ætla í Hnífsdal til að kynna sér starfsemi Hraðfrystihússins Gunnvarar og hitta starfsmenn þar. Þá munu þau halda til Þingeyrar og heimsækja frumkvöðlasetrið Blábankann og ræða við hverfisráð Þingeyrar auk þess sem forsetinn staldrar við bæði í leikskólanum Laufási og í hjúkrunarheimilinu Tjörn.

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Í kjölfarið liggur leiðin til Suðureyrar þar sem forsetinn mun kynna sér starfsemi fiskvinnslunnar Íslandssögu, hitta leikskólabörn og skoða starfsemi Fisherman sem byggist bæði á matvælavinnslu og ferðaþjónustu. Í lok heimsóknar sinnar mun Guðni fara í Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað og að síðustu í Safnahúsið á Ísafirði þar sem meðal annars má skoða bóka- og skjalasöfn og ljósmyndasafn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert