Meirihluti telur #metoo-umræðu jákvæða

Þórey Vilhjámsdóttir Proppé, annar stofnanda Empower.
Þórey Vilhjámsdóttir Proppé, annar stofnanda Empower. Ljósmynd/Aðsend

Sex af hverj­um tíu telja #met­oo-umræðu já­kvæða. Þetta er niðurstaða könn­un­ar um kyn­in og vinnustaðinn en um er að ræða sam­starfs­verk­efni Empower, Viðskiptaráðs Íslands, Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Maskínu og Há­skóla Íslands.

Fjórðung­ur kvenna og fimmt­ung­ur karla tel­ur hins veg­ar að ekki hafi verið tekið vel á #met­oo-mál­um á þeirra vinnustað.

Nei­kvæðni gagn­vart áhrif­um #met­oo vex með aldri og var mest í elsta ald­urs­hópi karla og kvenna, 60 ára og eldri.

„Það er til mik­ils að vinna að bregðast rétt við og skapa aðstæður sem stuðla að góðri vinnustaðamenn­ingu, þar sem mis­mun­un, kyn­bund­in áreitni og of­beldi fær ekki þrif­ist. Þá skipt­ir öllu máli að byggja þær ákv­arðanir á gögn­um til þess að koma veg fyr­ir ómeðvitaða for­dóma og hlut­drægni.  Að byggja upp heil­brigða vinnustaðamenn­ingu er eitt mik­il­væg­asta verk­efni nú­tíma­fyr­ir­tækja,“ er haft eft­ir Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, stofn­anda og eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins Empower í til­kynn­ingu.

Frá opnum fundi í dag sem fjallaði um niðurstöður könnunar …
Frá opn­um fundi í dag sem fjallaði um niður­stöður könn­un­ar um ólík viðhorf kynj­anna til vinnustaðamenn­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hinseg­in fólk verður frek­ar fyr­ir áreitni

Þris­var sinn­um fleiri kon­ur en karla telja sig bera ábyrgð á heim­il­inu og er mun­ur­inn meiri hjá kynj­um í stjórn­un­ar­stöðum.

Kon­ur upp­lifa frek­ar að þær þurfi að sanna sig meira og að talað sé niður­lægj­andi um kyn þeirra. Fleiri kon­ur telja einnig að litið hafi verið fram­hjá þeim vegna kyns þegar kem­ur að fram­gangi inn­an fyr­ir­tæk­is.

Fleiri kon­ur en karl­ar verða fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni og hinseg­in fólk verður frek­ar fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni en gagn­kyn­hneigt sís fólk.

Alls voru 12 þúsund manns í 53 fyr­ir­tækj­um hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og Viðskiptaráði í úr­taki og um þriðjung­ur svaraði, eða rúm­lega fjög­ur þúsund. Könn­un­in fór fram dag­ana 26. apríl til 16. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert