Skógarnir komu vel undan vetri

Stafafura er mikið ræktuð trjáplanta víðsvegar um landið, ekki síst …
Stafafura er mikið ræktuð trjáplanta víðsvegar um landið, ekki síst í skógræktarreitum. Hún er mjög falleg þegar árssprotarnir eru að þroskast. Morgunblaðið/Jim Smart

Skógar landsins komu almennt vel undan vetri, að sögn Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra. Hann segir nálaskemmdir, það er nálakal, á furu talsvert áberandi á Vesturlandi og Norðurlandi. Þetta er yfirleitt afleiðing af saltákomu eftir vestanstorma vetrarins. Nokkrir slíkir komu í vetur. Saltið eyðir vaxhúð nálanna svo þær verða óvarðar og þorna upp.

„Það er ótrúlegt hvað furan nær sér alltaf eftir þetta. Hún getur verið forljót en svo koma nýju sprotarnir út og þá nær hún sér,“ segir Þröstur. Stafafuran sem er aðallega notuð hér og aðrar furutegundir líka virðast vera viðkvæmari fyrir þessu en grenitrén. Hann segir að fleiri hvassviðri virðist vera ein helsta afleiðing hnattrænnar hlýnunar hér á landi.

Eitthvað var um snjóbrot en ekki jafn mikið og fyrir þremur árum. Ekkert kal var að ráði í trjám á liðnu hausti og engar skemmdir í vor. „Það voraði óvenju áfallalítið og komu engin alvarleg hret eftir að það hlýnaði,“ segir Þröstur.

Áætlað er að um sex milljónir trjáplantna verði gróðursettar í sumar. Það er einni milljón fleira en var í fyrra.

Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert