Starfsemin geti ógnað lýðræðinu

Halla Bergþóra segir starfsemina geta ógnað lýðræðinu.
Halla Bergþóra segir starfsemina geta ógnað lýðræðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna tveggja mála sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan telji starfsemina einhverja mestu ógn sem samfélög glíma við í dag.

Hún segir starfsemina þó ekki ógna beinu öryggi almennra borgara.

Það hefur verið talað um að skipulögð brotastarfsemi ógni ekki almenningi. Hefur það breyst?

„Það fer eftir því hvernig maður lítur á hvað sé að ógna almenningi. Eins og hefur komið fram hjá Europol þá er mjög mikil starfsemi og mjög mikill hagnaður af þessari starfsemi. Telja þeir að þetta sé jafnvel ógn við lýðræðið út af því að hagnaðurinn er svo mikill að það er verið að múta og spilling ríki. Það kemur auðvitað allt niður á almenningi.“

Almenningur þarf þó samt ekki að óttast um beint öryggi sitt?

„Nei, kannski ekki beint en þetta kemur niður á samfélögum og það er hluti af okkar öryggi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert