Gefst tími til að endurhugsa frumvarpið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands. Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir það hafa verið sam­eig­in­legt mat allra formanna þing­flokka Alþing­is að fresta umræðum um út­lend­inga­frum­varpið. Greint hef­ur verið frá því að um­deildu frum­varpi Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra hafi verið frestað til hausts­ins til að flýta fyr­ir þinglok­um.

„Það er bara eng­inn tími til að ljúka því máli miðað við þann stutta tíma sem er eft­ir,“ sagði Katrín í sam­tali við mbl.is um málið.

Nefndi Katrín þó að núna gæf­ist tæki­færi til að end­ur­skoða frum­varpið áður en það yrði aft­ur lagt fram. Benti hún þar að auki á að Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra hefði lýst því yfir að hann væri op­inn fyr­ir at­huga­semd­um og sam­tali um frum­varpið. 

„Hann lagði sitt af mörk­um til að reyna kom­ast til móts við at­huga­semd­ir stjórn­ar­mót­stöðunn­ar en það nægði ekki til,“ tók Katrín fram.

Spurð um af­leiðing­ar frum­varps­ins á rétt­inda­stöðu flótta­fólks sagðist Katrín ekki vilja tjá sig um það. „Núna er bara fallið frá mál­inu og síðan kem­ur það aft­ur fram og þá verðum við bara að sjá,“ sagði Katrín.

Spurð hvort að Vinstri Græn hafi stuðlað að því að frum­varp­inu yrði frestað vísaði Katrín því á bug og sagði mik­inn sam­hug hafa verið um það á þing­inu að fresta mál­inu. Að lok­um sagði Katrín að þetta hefði verið eina hugs­an­lega niðurstaðan ef að þing­inu ætti ein­hvern tím­ann að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert