Býst við skýrslu Ríkisendurskoðunar í lok júní

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Hákon

Síðasta þing­fundi þessa vors hef­ur verið slitið og var þingi frestað þegar klukk­una vantaði um tutt­ugu mín­út­ur í eitt í nótt. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti á Alþingi í nótt samkvæmt hefð fyrir tillögu á frestun á fundum Alþingis fram í september. 

„Ég minni þó háttvirta þingmenn á að ég hyggst leita atbeina forseta Íslands til að kalla þing saman á ný þegar niðurstöður úttektar ríkisendurskoðanda á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða kynntar en samkvæmt upplýsingum frá embættinu er skýrslan áætluð í lok mánaðar,“ sagði Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert