Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir skömmu og hefur þeim verið lokað. Löng bílaröð hefur myndast við op ganganna.
Í tísti frá Vegagerðinni segir að lokunin geti varað í um eina klukkustund.
Uppfært kl. 18:08: Sjónarvottar segja alla vega fjóra laskaða bíla hafa verið dregna upp úr göngunum.
Hvalfjarðargöng: Göngin eru lokuð vegna umferðaróhapps. Lokun getur verið í um 1 klst. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 19, 2022
Uppfært kl. 18:14: Göngin hafa veirð opnuð á ný:
Hvalfjarðargöng: Göngin hafa verið opnuð. Akið varlega og með nægt bil á milli ökutækja. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 19, 2022