Börn voru flutt til á barnaspítala vegna aðgerða sýslumanns

Barnið var tekið með valdi, af lögreglu og fulltrúa sýslumanns, …
Barnið var tekið með valdi, af lögreglu og fulltrúa sýslumanns, og færður til föður í byrjun júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land­spít­al­inn hef­ur sent sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu bréf vegna at­b­urða sem áttu sér stað inn­an veggja Barna­spítala Hrings­ins í byrj­un júní þar sem 10 ára lang­veik­ur dreng­ur var sótt­ur af lög­regluþjón­um og full­trúa sýslu­manns og færður föður sín­um, gegn hans vilja.

Aðgerðirn­ar stóðu yfir í marg­ar klukku­stund­ir og veitti barnið tölu­verða mót­spyrnu.

Sam­kvæmt ör­ugg­um heim­ild­um mbl.is er í bréf­inu farið yfir þá miklu rösk­un sem aðgerðirn­ar ollu á staf­semi barna­spítal­ans. Meðal ann­ars þurfti að flytja börn á milli deilda vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust við aðgerðirn­ar. 

Á efni sem deilt var á Face­book-síðunni Líf án of­beld­is frá aðgerðunum mátti sjá að byrgt hafði verið fyr­ir glugga, um­ferð á göng­um stöðvuð og heyra mátti ösk­ur í barn­inu. Þá áttu sér stað há­vær orðaskipti á milli full­trúa sýslu­manns og aðstand­enda barns­ins og annarra aðgerðasinna. 

Óska eft­ir fundi

Í bréf­inu frá Land­spít­al­an­um óskað stjórn­end­ur hans eft­ir fundi með sýslu­manni til að fara yfir áhyggj­ur stjórn­enda af mál­inu. Þá hef­ur mbl.is ör­ugg­ar heim­ild­ir fyr­ir því að málið hafi vakið ugg á meðal stjórn­enda Land­spít­al­ans sem eru veru­lega hugsi yfir at­b­urðunum og þeirra áhrifa sem þeir höfðu á starf­semi spít­al­ans og á sjúk­linga sem liggja á barna­spítal­an­um. Telja þeir brýnt að slík­ir at­b­urðir end­ur­taki sig ekki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert