Hjólreiðamaðurinn slasaðist en hinn hvarf

Hjólreiðamaðurinn slasaðist. Sá á hlaupahjólinu lét sig hverfa. Myndin er …
Hjólreiðamaðurinn slasaðist. Sá á hlaupahjólinu lét sig hverfa. Myndin er úr safni.

Lög­regl­unni í Kópa­vogi og Breiðholti barst til­kynn­ing um óhapp í und­ir­göng­um laust eft­ir klukk­an sex í gær­kvöldi. Þá höfðu tveir menn skollið sam­an, ann­ar á reiðhjóli og hinn á raf­magns­hlaupa­hjóli. 

Reiðhjóla­maður­inn slasaðist og var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á bráðamót­töku. Aðil­inn á raf­hlaupa­hjól­inu lét sig hverfa af vett­vangi,“ seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Stuttu síðar varð þriggja bíla árekst­ur sem sama lög­reglu­stöð sinnti. „Einn ökumaður kvartaði und­an verkj­um og var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á bráðamót­töku,“ seg­ir í dag­bók­inni. 

Þar kem­ur jafn­framt fram að nokkr­ir öku­menn hafi verið hand­tekn­ir fyr­ir ætlaðan akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og/​eða fíkni­efna. 

Sömu­leiðis barst til­kynn­ing um tvær lík­ams­árás­ir, eitt inn­brot og eitt hugs­an­legt inn­brot. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert