Nýtir sumarið í að „íhuga alvarlega“ formannsframboð

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ætlar að íhuga málin.
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ætlar að íhuga málin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frosta­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, íhug­ar núna að bjóða sig fram til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en ætl­ar að nota sum­arið til að eiga sam­tal við gras­rót­ina og fólk inn­an flokks­ins áður en hún tek­ur end­an­lega ákvörðun. Þetta staðfest­ir Kristrún í sam­tali við mbl.is í dag.

Reikn­ar Kristrún með að taka ákvörðun um miðjan ág­úst eða seinna og ætl­ar að nýta tím­ann fram að því til að tala við fólkið í flokkn­um. „Það skipt­ir miklu máli að ég nái að heyra í sem flest­um með hvað fólk vill sjá og hvort það sam­rým­ist mín­um áhersl­um,“ seg­ir Kristrún og ít­rek­ar mik­il­vægi sam­tals áður en ákvörðun er tek­in.

„Ég er að íhuga þetta al­var­lega,“ seg­ir Kristrún og svar­ar því ját­andi, hvort hún hafi fundið fyr­ir stuðningi víðs veg­ar að fyr­ir því að hún sæk­ist eft­ir for­mennsk­unni. „Ég hef fengið alls kon­ar hvatn­ingu en mér finnst það skipta máli að fara ekki í svona verk­efni án þess að það sé ágæt­ur sam­hljóm­ur hjá fólki.“

Seg­ist hún vera mjög þakk­lát fyr­ir all­an þann stuðning og hvatn­ingu sem hún hef­ur fundið fyr­ir hingað til. 

„Við erum ekk­ert í slag­togi“

Spurð hvort hún muni þá eiga sam­tal við Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, áður en hún tek­ur loka­ákvörðun seg­ir Kristrún að auðvitað tali hún og Dag­ur reglu­lega sam­an, eðli máls­ins sam­kvæmt. 

„Hann er bara inni í vinnu­mengi mínu eins og marg­ir aðrir. Ég mun bara taka mína ákvörðun byggða á því hvaða til­finn­ingu ég fæ frá flokkn­um og ég held að hann muni gera það líka. Við erum ekk­ert í slag­togi frek­ar en aðrir.“

Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafa helst verið nefnd …
Dag­ur B. Eggerts­son og Kristrún Frosta­dótt­ir hafa helst verið nefnd í bar­átt­unni um for­mennsku Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka