Fljúga Boeing 757 til Akureyrar og Egilsstaða

Þota Icelandair á Reykjavíkurvelli í dag.
Þota Icelandair á Reykjavíkurvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í tveimur vélum í innanlandsflota Icelandair verða talsverðar raskanir í innanlandsflugi félagsins í dag. Til að bregðast við þessari stöðu hefur félagið ákveðið að fljúga bæði til Akureyrar og Egilsstaða síðar í dag með Boeing 757 þotu. Félagið greinir frá þessu í tilkynningu.

Farnar verða eftirtaldar ferðir:

  • FI46 Reykjavík-Akureyri 16:30
  • FI47 Akureyri-Reykjavík 18:00
  • FI70 Reykjavík-Egilsstaðir 19:30
  • FI71 Egilsstaðir-Reykjavík 21:15

Kemur fram í tilkynningunni að farþegum sem eigi bókað flug í dag en geti ekki nýtt sér ofangreind flug sé boðin endurgreiðsla eða að breyta flugi sínu sér að kostnaðarlausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka