Flokkur forsætisráðherra með 7,2% fylgi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Kristinn Magnússon

Vinstri hreyfingin – grænt framboð mælist með 7,2 prósent fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi annarra ríkisstjórnarflokka hreyfist lítið og alls styðja 49 prósent ríkisstjórnina. RÚV greindi fyrst frá.

Vinstri græn fengu 12,6 prósent kosningu í alþingiskosningunum í haust. 

Sem fyrr mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka á Íslandi með 22,8 prósent fylgi. Framsókn er næststærstur flokka með 17,5 prósent fylgi og heldur vel fylgi sínu frá því að mikil aukning varð á því í haust. 

Miðflokkurinn næði ekki inn

Píratar er hástökkvarar í könnuninni með 16,1 prósent fylgi en fengu 8,6 prósent í alþingiskosningunum í haust. 

Samfylkingin mælist með 13,7 prósent fylgi, Flokkur fólksins með 7,0 prósent og Viðreisn með 6,7 prósent. 

Miðflokkurinn næði ekki manni inn á Alþingi yrði gengið til kosninga í dag, miðað við þjóðarpúlsinn og mælist með 4,6 prósent fylgi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert