Núlifandi kynslóðir þekkja ekki risa gos

Núlifandi Íslendingar hafa ekki upplifað eldgos af þeirri stærðargráðu sem Ísland getur búið til. Eldsumbrotin 1477 og 1783 voru risavaxin og leiddu af sér miklar hörmungar fyrir íslenska þjóð. Allar líkur eru á að gos af þeirri stærðargráðu eigi eftir að koma fram hér á landi.

Verði gos af þeirri stærðargráðu sem urðu hér fyrr á öldum er ljóst að það mun hafa afgerandi áhrif á líf allra landsmanna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur ræðir þetta í Dagmálum í dag.

Eldgosið í Holuhrauni hófst síðsumars 2014 og var stærsta eldgos …
Eldgosið í Holuhrauni hófst síðsumars 2014 og var stærsta eldgos hér á landi frá Skaftáreldum árið 1783-1784. Gosinu fylgdi gríðarleg brennisteinsmóða sem dreifðist yfir Norður-Atlantshafið. mbl.is/RAX

Eitt virkasta eldfjallasvæði í heiminum

Hann segir að nútíma samfélag sé mun betur í stakk búið til að takast á við afleiðingarnar en engu að síður yrðu þær afskaplega miklar. Hann nefnir að í dag séu samgöngur betri og tryggingar almennar en engu að síður yrði áfallið mikið. 

Tölvubúnaður yrði líkast til fyrir skemmdum vegna þeirrar sýru sem gosefni senda frá sér og gas myndi eyða gróðri tímabundið. 

Ísland er eitt virkasta eldfjallasvæði í heiminum og þó að þekking okkar á eldgosum og jarðhræringum aukist jafnt og þétt þá eru náttúruöflin óútreiknanleg og kraftur þeirra eitthvað sem við gleymum alltaf á milli þess sem þau hnykla vöðvana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert