Umtalverðra breytinga á umferðarmerkjum má vænta hér á landi, en drög að nýjum reglum um umferðarmerki hafa verið kynntar. Um fimmtíu ný merki verða tekin í notkun sem og á annan tug nýrra yfirborðsmerkinga og tvenn ný umferðarljós.
Á meðal helstu breytinga frá gildandi reglum er breyting á flokkum umferðarmerkja og að tekið verði upp nýtt númerakerfi með hliðsjón af norska númerakerfinu.
Þá er lagt til að merking umferðarmerkja verði gerð skýrari, orðalag samræmt og tilmæli til veghaldara færð í viðauka. Þá verða gerðast breytingar á útliti á fimmtíu merkjum og um sjötíu merki verða felld brott.
Reglugerðardrögin voru unnin af starfshópi skipuðum af innviðaráðherra. Við gerð reglnanna var höfð hliðjón af ákvæðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um umferðarmerki og umferðarljós sem og litið var til regluverks á öðrum Norðurlöndum. Á meðal þess sem starfshópurinn hefur lagt til að tekið verði til skoðunar eru merkingar fyrir hjólagötur sem ætlaðar eru reiðhjólum og léttum bifhjólum. Þá verður tekið í notkun ný umferðarmerki fyrir hjólarein.
Hér má sjá nokkur ný umferðamerki.
Gerð er tillaga að eftirfarandi merkingum, hjólagata (til vinstri) og hjólagata endar (til hægri). Hjólagata er gata eða stígur ætluð reiðhjólum og léttum bifhjólum í flokki I.
Með reglugerðinni er tekinn upp nýr flokkur forgangsmerkja. Á mynd er nýtt merki, fléttuakstur.
Eitt nýtt bannmerki verður tekið upp í flokk bannmerkja, umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðar bannaðar.
Í flokk boðmerkja er tekið upp eitt nýtt boðmerki, lágmarkshraði (til vinstri). Merkið tilgreinir sérstakar akreinar fyrir hægfara umferð. Merkið er í notkun víða erlendis. Til hægri er nýtt merki, hjólarein, sem er að norskri fyrirmynd.
Samsett mynd
Tekin eru upp tvö ný merki fyrir göngugötur, annars vegar göngugata (til vinstri) og hins vegar göngugata endar (til hægri).
Samsett mynd
Tekin eru upp fjögur ný upplýsingamerki. Meðalhraðaeftirlit (efst til vinstri), eftirlitsmyndavél (efst til hægri), rafræn gjaldtaka (neðst til vinstri) og neyðarútgangur (neðst til hægri).
Samsett mynd
Vegvísar og þjónustumerki verða sameinuð í einn flokk. Tekin eru upp ný merki, annars vegar ferðamannastaður með Vörðu (til vinstri) og hins vegar staður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (til hægri).
Samsett mynd
Nýtt merki, snjór á vegi.
Tekin eru upp ný umferðarljós, umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur.
Nýtt merki í flokki breytilegra umferðarmerkja, breytilegt textamerki.