Hefja rannsókn á nauðlendingunni á næstu dögum

Farþegar flugvélarinnar voru óslasaðir, en rannsókn verður á orsök nauðlendingarinnar.
Farþegar flugvélarinnar voru óslasaðir, en rannsókn verður á orsök nauðlendingarinnar. mbl.is/Eggert

Lögreglan og rannsóknarnefnd flugslysa munu hefja rannsókn í vikunni á nauðlendingu flugvélar á norðurlandi í gær. 

Um kvöldmatarleytið nauðlenti lítil flugvél í Tungu­dal sem er sunn­an við Öxna­dals­heiði á milli Skaga­fjarðar og Eyja­fjarðar. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru mennirnir óslasaðir og mun rannsóknardeild lögreglu rannsaka orsök nauðlendingarinnar á næstu dögum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert