Lögreglan og rannsóknarnefnd flugslysa munu hefja rannsókn í vikunni á nauðlendingu flugvélar á norðurlandi í gær.
Um kvöldmatarleytið nauðlenti lítil flugvél í Tungudal sem er sunnan við Öxnadalsheiði á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru mennirnir óslasaðir og mun rannsóknardeild lögreglu rannsaka orsök nauðlendingarinnar á næstu dögum.