Handtekinn á Húkkaraballinu

Frá húkkaraballinu árið 2018. Það er haldið á fimmtudögum fyrir …
Frá húkkaraballinu árið 2018. Það er haldið á fimmtudögum fyrir verslunarmannahelgi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíð fer sannarlega af stað með látum en einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að hafa veist að lögreglumönnum á Húkkaraballinu sem fór fram í gærkvöldi í Vestmannaeyjum. 

Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sótti talsverður fjöldi ballið sem haldið hefur verið á hverju ári á fimmtudögum fyrir Þjóðhátíð, að undanskildum tveimur síðustu árum þegar takmarkanir voru í gildi vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Einn af ballgestunum var handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum er þeir hugðust hafa afskipti af honum. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál og einn annar gisti í fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti var nóttin fremur róleg, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert