Handtekinn á Húkkaraballinu

Frá húkkaraballinu árið 2018. Það er haldið á fimmtudögum fyrir …
Frá húkkaraballinu árið 2018. Það er haldið á fimmtudögum fyrir verslunarmannahelgi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíð fer sann­ar­lega af stað með lát­um en einn var hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar eft­ir að hafa veist að lög­reglu­mönn­um á Húkk­ara­ball­inu sem fór fram í gær­kvöldi í Vest­manna­eyj­um. 

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu lög­reglu sótti tals­verður fjöldi ballið sem haldið hef­ur verið á hverju ári á fimmtu­dög­um fyr­ir Þjóðhátíð, að und­an­skild­um tveim­ur síðustu árum þegar tak­mark­an­ir voru í gildi vegna heims­far­ald­urs Covid-19.

Einn af ballgest­un­um var hand­tek­inn eft­ir að hafa veist að lög­reglu­mönn­um er þeir hugðust hafa af­skipti af hon­um. Þá komu upp tvö minni­hátt­ar fíkni­efna­mál og einn ann­ar gisti í fanga­geymslu að eig­in ósk. Að öðru leyti var nótt­in frem­ur ró­leg, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert