Yfir 60 þúsund erlendir ríkisborgarar á öldinni

Mynd úr kærleiksgöngu gegn kynþáttafordómum árið 2016.
Mynd úr kærleiksgöngu gegn kynþáttafordómum árið 2016. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Tæp­lega 4.900 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar fluttu til lands­ins en frá því á fyrri hluta árs­ins. Hins veg­ar fluttu 340 fleiri ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar frá land­inu en fluttu þá til þess.

Þetta kem­ur fram í nýrri töl­fræði Hag­stof­unn­ar yfir bú­ferla­flutn­inga sem fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag, föstu­dag.

Á vef Hag­stof­unn­ar er vak­in at­hygli á því að 3.600 fleiri ein­stak­ling­ar hafi flutt til lands­ins en frá því á öðrum árs­fjórðungi og að ekki hafi fleiri flutt til lands­ins á ein­um árs­fjórðungi síðan nú­ver­andi skrán­ing hófst. Í öðru sæti er ann­ar árs­fjórðung­ur 2017 en þá fluttu hingað 3.400 fleiri en fluttu frá land­inu. Þar af 3.130 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar.

Flest­ir frá Póllandi

Flest­ir komu hingað frá Póllandi á öðrum fjórðungi, eða 1.170. Næst kom Úkraína en þaðan flutt­ust 980 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins.

Það er bein af­leiðing stríðsins.

Hlut­fall íbúa á Íslandi sem fædd­ir eru er­lend­is hef­ur hækkað mikið á þess­ari öld. Það var 19,1% árið 2020 en var aðeins 5,7% árið 2000. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt CATO-stofn­un­ar­inn­ar (cato.org) sem byggð er á töl­um frá Sam­einuðu þjóðunum um flutn­inga fólks á milli landa.

Ísland, Írland, Kýp­ur, Svíþjóð og Þýska­land hafa tekið fram úr Banda­ríkj­un­um hvað þetta varðar.

Meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert