Yfir 60 þúsund erlendir ríkisborgarar á öldinni

Mynd úr kærleiksgöngu gegn kynþáttafordómum árið 2016.
Mynd úr kærleiksgöngu gegn kynþáttafordómum árið 2016. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Tæplega 4.900 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því á fyrri hluta ársins. Hins vegar fluttu 340 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en fluttu þá til þess.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Hagstofunnar yfir búferlaflutninga sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Á vef Hagstofunnar er vakin athygli á því að 3.600 fleiri einstaklingar hafi flutt til landsins en frá því á öðrum ársfjórðungi og að ekki hafi fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi síðan núverandi skráning hófst. Í öðru sæti er annar ársfjórðungur 2017 en þá fluttu hingað 3.400 fleiri en fluttu frá landinu. Þar af 3.130 erlendir ríkisborgarar.

Flestir frá Póllandi

Flestir komu hingað frá Póllandi á öðrum fjórðungi, eða 1.170. Næst kom Úkraína en þaðan fluttust 980 erlendir ríkisborgarar til landsins.

Það er bein afleiðing stríðsins.

Hlutfall íbúa á Íslandi sem fæddir eru erlendis hefur hækkað mikið á þessari öld. Það var 19,1% árið 2020 en var aðeins 5,7% árið 2000. Þetta kemur fram í samantekt CATO-stofnunarinnar (cato.org) sem byggð er á tölum frá Sameinuðu þjóðunum um flutninga fólks á milli landa.

Ísland, Írland, Kýpur, Svíþjóð og Þýskaland hafa tekið fram úr Bandaríkjunum hvað þetta varðar.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert