7 líkamsárásir, 7 í fangageymslu og 7 fíkniefnamál

Líkamsáverkar voru minniháttar í öllum tilfellum.
Líkamsáverkar voru minniháttar í öllum tilfellum. mbl.is/ Óskar

Sjö lík­ams­árás­ar­mál eru skráð hjá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um eft­ir nótt­ina. Í öll­um til­fell­um var um minni­hátt­ar lík­ams­áverka að ræða, að því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Alls voru sjö vistaðir í fanga­geymslu, fjór­ir vegna ölv­un­ar­ástands og þrír í tengsl­um við rann­sókn lík­ams­árás­ar­mála.

Þá voru sjö minni­hátt­ar fíkni­efna­mál skráð síðasta sól­ar­hring­inn.

Allt áfengi farið úr blóðinu

„Nú í morg­uns­árið er ró­legt yfir bæn­um og sól­in að gægj­ast í gegn­um ský­in. Lög­regla vill beina því til öku­manna að gæta vel að því að aka ekki af stað fyrr en tryggt er að allt áfengi sé farið úr blóðinu.“

Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um verður með öfl­ugt eft­ir­lit með ástandi öku­manna á göt­um bæj­ar­ins í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka