Jarðskjálftinn varð vegna spennubreytinga

Ferðmenn við Fagradalsfjall.
Ferðmenn við Fagradalsfjall. mbl.is/Sigurður Unnar

Jarðskjálftinn sem varð rétt fyrir klukkan sex í dag og mældist 5,4 að stærð var svokallaður gikkskjálfti, vegna spennubreytinga sem kvikuinnskotið við Fagradalsfjall veldur. 

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands sem hefur fengið tilkynningar um að hann hafi fundist austur í Fljótshlíð og vestur á Snæfellsnes.

Um hádegi í gær hófst kröftug jarðskjálftahrina með mikilli smáskjálfta virkni rétt norðaustan við Fagradalsfjall.

Í færslu Veðurstofunnar segir að einnig eru að koma inn gikkskjálftar austan og vestan við Fagradalsfjall.

„Nú undir kvöld hafa um 3600 jarðskjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því hrinan hófst.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert