Dekkið þeyttist á öfugan vegarhelming

Bifreiðin var með bát á kerru í eftirdragi.
Bifreiðin var með bát á kerru í eftirdragi. Ljósmynd/Lögreglan

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði í gær þegar dekk af bifreið, með bát á kerru í eftirdragi, þeyttist á öfugan vegarhelming og lenti á bifreið úr gagnstæðri akstursátt með þeim afleiðingum að fjórar bifreiðar lentu saman.

Þetta kemur fram í facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Upphaflega kom fram í dagbók lögreglu að hljóðbarði hefði losnað undan kerrunni og hafnað á bifreið sem keyrði fyrir aftan. 

Umferðarstýring var um vettvang í um tvær klukkustundir og urðu tafir af þeim sökum. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að taka upp myndskeið á símann sinn, þegar hann ók í gegn um vettvang.

Þrír aðilar voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, tveir þeirra voru með minniháttar áverka en einn er enn í skoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert